Leita


Hver er Andrea Röfn (@andrearofn)?

Ég heiti Andrea Röfn Jónasdóttir og er 28 ára Vesturbæingur en hef verið búsett í Malmö síðastliðin þrjú ár vegna vinnu unnusta míns. Við eigum tæplega tveggja ára dóttur, Aþenu Röfn. Ég hóf módelstörf á unglingsárum og starfa enn í við það í dag. Ég er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og bloggari á Trendnet. Nýjasta verkefnið mitt eru tvær skólínur sem ég hannaði í samstarfi við danska merkið JoDis, og komu út á síðasta ári.




Hvað er JoDis by Andrea Röfn og hver er sagan á bakvið það?

JoDis by Andrea Röfn er samstarfsverkefni mitt við danska skóframleiðandann JoDis. Ég fór á fyrsta fundinn með JoDis í janúar 2019, þá gengin átta mánuði með Aþenu Röfn. Skrifstofan er staðsett í Kaupmannahöfn sem hefur hentað einkar vel fyrir mig, búsetta hinum megin við Eyrarsundið, því ég er innan við hálftíma að keyra yfir til þeirra. Ég hannaði með þeim tvær skólínur, sem hafa svo verið fáanlegar í verslunum Kaupfélagsins og víðar á Íslandi. Týpurnar eru fjórtán talsins og eru allar nefndar í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi.


Hvenær uppgötvaðiru áhuga þinn á hönnun?

Ég hef pælt mikið í fatahönnun og tísku frá því ég man eftir mér. Ég var týpan í skólanum sem kíkti inn í hálsmálið hjá vinkonum mínum til að vita hvaðan peysurnar og jakkarnir þeirra væru. Þegar ég hóf að starfa sem fyrirsæta jókst áhuginn enn meira, enda mikið um fallegar flíkur og merki í kringum mig hverju sinni. Þegar ég fór svo að búa, fór ég einnig að hafa áhuga á annars konar hönnun, þá sérstaklega innanhúss- og vöruhönnun.




Hvernig myndir þú skilgreina þinn stíl? Hvers konar hönnun heillar þig?

Vistvæn, umhverfisvæn hönnun heillar mig mest. Ég byrjaði snemma að temja mér gæði fram yfir magn og líður best þegar ég kaupi eitthvað sem ég veit að endist vel og kemur frá góðum framleiðanda. Fatastíllinn minn er klassískur, gæjalegur og ég myndi segja hann nokkuð tímalausan, þar sem ég nota fötin mín svo árum skipti. Heima fyrir er stíllinn minn mínímalískur og hlýlegur. Mér líður best með fáa en góða hluti í kringum mig, hluti sem hafa einhverja sögu eða þýðingu og munu alltaf fylgja mér.



Hvað/hver veitir þér helst innblástur?


Mamma mín hefur alltaf veitt mér mikinn innblástur en hún elskar að pæla í hönnun og fallegum hlutum. Ég er líka umkringd ótal smekkmanneskjum sem hafa einstaklega gott auga.


Er eitthvert rými á heimili þínu í uppáhaldi hjá þér? Hvaða rými hefur þú lagt mesta áherslu á?

Við búum í gamalli risíbúð í Malmö, hún er mjög opin, með viðarbitum í loftinu og einstaklega notalegum svölum. Vegna þess hve opið rýmið er hef ég lagt mesta áherslu á stofuna okkar. Þar eyðum við mestum tíma og dóttir okkar leikur sér þar, en ekki inni í herberginu sínu. Stofan er samkomustaðurinn á okkar heimili. Nýlega fækkuðum við húsgögnum í stofunni, þannig að nú andar hún enn betur.


Mér finnst mikilvægt að líða eins og heima hjá mér þó við séum búsett í útlöndum og við eigum húsgögn og hluti sem við höfum safnað okkur á flakki okkar um Vínarborg, Aþenu og Malmö. Það er margt sem mig langar til að breyta á heimilinu, og fullt af fallegum húsgögnum og hlutum sem okkur langar að eignast. En, þar sem við búum hérna tímabundið og munum líklega flytja á aðra staði áður en við snúum heim til Íslands, erum við nægjusöm og ánægð með það sem við eigum. Þegar við flytjum að lokum til Íslands erum við með ótal hugmyndir um það hvernig við viljum búa og það verður gaman að vinna að okkar framtíðarheimili þegar þar að kemur.





Hvaða litir einkenna stílinn þinn? Hvaða efni eru í uppáhaldi?

Ég hef alltaf verið hrifin af ljósum litum, bæði í klæðnaði og inni á heimilinu. Í ljósum rýmum líður mér best og vil alltaf hafa bjart og hlýlegt í kringum mig. Í klæðnaði get ég klæðst hverju sem er, nema bleikum. En einhvern tímann mun mér ábyggilega líka líða vel í bleikum! Hör, ull og silki eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Á framtíðarheimilinu væri ég til í að hafa fallegan við, litríkan stein og fullt, fullt, fullt af blómum.



Hvernig uppgötvaðir þú La Boutique Design?

Ég sá La Boutique Design á instagram og varð forvitin um þessa nýju íslensku netverslun. Þegar ég kynnti mér hana betur heillaðist ég mikið af stefnu ykkar í umhverfismálum og vistvænni hönnun. Ég elska að það sé ný flóra af evrópskum merkjum aðgengileg Íslendingum og vonandi ýtir það undir enn frekari fjölbreytileika á íslenskum heimilum.




Hvaða vörur La Boutique Design eru í uppáhaldi hjá þér?


Ljós og lampar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega Odeon frá Radar Interior og Light in the Sun frá DCW éditions. Sófinn frá Handvärk í "sand" litnum finnst mér guðdómlegur, ásamt Low Armchair og Loveseat sófanum frá KANN design. Mig langar í alla Singulier Origine línuna eins og hún leggur sig, það er eitthvað við þessa hönnun sem ég hreinlega elska - litirnir og karakterinn í vörunum heillar mig upp úr skónum. IN2WOOD vörurnar væru fullkomnar í herbergi dóttur minnar og Bermbach rúmið líka. Svo verð ég að nefna hið ofurfallega merki Moulin Roty.



Hvaða verkefni eru á döfinni?

Þessa dagana er ég að vinna í Drop 3 af JoDis by Andrea Röfn ásamt fleiri spennandi verkefnum í samstarfi við JoDis. Það er helst á döfinni, ásamt því að njóta samveru með litlu fjölskyldunni minni og litlu hlutanna þangað til það verður í boði að ferðast og fá fjölskylduna í heimsókn til okkar. Ég held líka áfram að skrifa á Trendnet, ætla að klára að prjóna mína fyrstu peysu og svo er ég að skoða að fara í frekara nám.



Hér að neðan má sjá lista yfir þær vörur sem Andrea Röfn valdi fyrir heimilið

KANN DESIGN Sofa Mid Wool Fabric Green
599.990 kr.
KANN DESIGN Bar Cart Trink
599.990 kr.
HARTO Cabinet Gabin Oak & Light Grey
369.990 kr.
HARTO Suspension Lamp Carmen White 90cm
99.990 kr.
HARTO Rug Serge Green 180x220cm
164.990 kr.
HARTO Mirror Lubin Oak 55cm
28.990 kr.
HARTO Bench Eustache Camel
229.990 kr.
GOOD&MOJO Wall Lamp Kalimantan 44cm
29.990 kr.
DRUGEOT Mirror Circuit Oval
59.990 kr.
Velja
DRUGEOT Media Unit Mixage
339.990 kr.
Velja
DRUGEOT Console Mixage
199.990 kr.
Velja
DRUGEOT Clock Tik Tok Wood Brass
25.990 kr.
Velja
DRUGEOT Clock Mirror Pendule Oak
32.990 kr.
Velja
LYON BETON Media Unit Monobloc
174.990 kr.
LYON BETON Bookshelf Low magazine rack
27.990 kr.
MAZE Shelf Pythagoras XS Blue Shelf + 2 Blue Brackets
8.990 kr.
MAZE Bedside Table F-shelf Left Oak
35.990 kr.
MAZE Shelf Drawer Pythagoras Natural Oak
49.990 kr.
Velja
MARKET SET Floor Lamp Gatsby Printed 180cm
57.990 kr.
Velja
IT’S ABOUT ROMI Floor Lamp Hollywood
99.990 kr.
IT’S ABOUT ROMI Wall Light Madrid S
19.990 kr.
Velja