
Franska hönnunarfyrirtækið Tiptoe var stofnað árið 2015 af Matthieu Bourgeaux og Vincent Quesada, en fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfbærni framleiðslu á hágæða húsgögnum.
Auk þess að framleiða húsgögn, þá framleiða þau einnig mismunandi borðfætur og veggfestingar þannig að hver og einn getur komið með sinn persónulega stíl á heimilið á fljótlegan og auðveldan hátt. Tiptoe býr til vettvang fyrir kúnnann til þess að vera bæði skapandi og vistvænn.
Vörurnar frá Tiptoe eru hannaðar í París og framleiddar í Evrópu.
