Interior var stofnað árið 2008 og er öll hönnun og framleiðsla á Íslandi en heimilislínan frá Interior er unnin út frá hugsuninni um gæði og endingu með tilliti til náttúru og umhverfis. Hönnuður og eigandi Interiors er Margrét Steinunn Thorarensen.
Heimilislínan samanstendur af breytanlegum púðum, sjónvarpsteppum úr íslenskri ull með hólki fyrir kalda fætur, viskustykkjum og borðklútum sem gleðja augað með litríkum hnoðrum og skapa hlýju með því að vega upp á móti köldu yfirbragði eldhúsanna.
Með Stakkaskiptapúðanum tekur kaupandinn virkan þátt í að skapa lokaútfærslu púðans, því hægt er að breyta púðunum á ótal vegu og hanna sína eigin útfærslu með því að skipta um tölu og neðri hlúta púðans með örfáum handtökum.