Vincent Sheppard hefur hannað og framleitt úti og inni húsgögn með einstökum þægindum í forgrunni síðan 1992. Fyrirtækið er leiðandi á heimsvísu í Lloyd Loom húsgögnum, tækni þar sem kraftpappír er snúinn utan um málmvír og ofinn í einstakt húsgagn sem er engu líkt.
Í dag eru Vincent Sheppard húsgögn flutt út til meira en 40 landa. Höfuðstöðvar Vincent Sheppard eru í Belgíu, en aðal framleiðsla þeirra er staðsett í Indónesíu, landi sem er þekkt fyrir ríka hefð í vefnaði.
