AFKliving er franskt merki undir áhrifum frá skandinavískri hönnun sem býður upp frábært úrval af mottum fyrir heimilið
og í barnaherbergin. Motturnar blandast fullkomlega saman við hlýjar og fallegar innréttingar. AFKliving motturnar eru
fallegar í öll herbergi heimilisins, kæta börn og foreldra, lífga upp á heimilið með skemmtilegum litum og vönduðum
frágangi. Motturnar eru vistvænar með áherslu á endingu, bæði í hönnun og gæðum.
Úrvalið af mottunum er vítt og breitt og ætti að henta smekk allra fagurkera.
Áhersla á hönnuðinn
Stofnandinn Emmanuelle Toché hefur mikla ástríðu fyrir myndlist, ferðalögum og skandinavískri hönnun. Við getum séð
grafískan ástríðu hennar í gegnum fjölbreytt safn teppanna. Allt frá abstrakt mynstri og fjörugum dúskum til fíngerðra
útsauma og dempaðra lita. Hönnunin er eins falleg fyrir foreldra og börn. “Hygge” andi hönnunarinnar leggur áherslu
á þægindi, hlýleika heimilisins, fjölskyldu og vellíðan.
Áhersla á framleiðsluna
Sum teppin eru ofin í Belgíu með vélum en önnur eru handofin á Indlandi. Handverksmennirnir nota hefðbundna tækni
til að hanna teppin. Framleiðsla á öllum mottum er umhverfisvæn með því að nota náttúruleg efni eins og bómull og einnig
er notað eiturefna laust litunarferli. Allar mottur eru vottaðar með OEKO-TEX 100 stimpli sem vottar það að vörurnar innihalda
ekki skaðleg efni.
____________________________________________
Sjáðu úrvalið af glæsilegum mottum fyrir öll rými heimilisins.
____________________________________________