Frá árinu 2003 hefur Swedish Maze framleitt hagnýta og mínímalíska innanhússhönnun,
sem notiðhefur vinsælda um allan heim.
Öll framleiðsla fer fram í Svíþjóð, aukið eftirlit með framleiðslu
og meiri meðvitund um umhverfisáhrif.
Framleiðslan er í samræmi við hugsjónir þeirra um hæga framleiðsluhætti,
en með þeim má tryggja að útkoman sé endingargóð vara,
sem unnin er í heilbrigðu vinnuumhverfi, af fagfólki sem hlýtur sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
Með hægari framleiðsluháttum er einnig dregið úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar.
------------------------------------------------------
BILL
Í Bill vörulínunni eru fatahengi, framleidd úr endurnýttum og sjálfbærum hráefnum.
Fatahengin eru í senn falleg og þægileg, og mæta þörfum mismunandi rýma.
PYTHAGORAS
Pythagoras leitast við að undirstrika þinn stíl, með skörpum
og grafískum línum sem grípa augað og lífga upp á heimilið.
------------------------------------------------------
Uppgötvaðu fjölbreytt úrval frá Maze
Sjáðu vöruúrvalið frá Maze